Þetta er fólk - að eiga við fólk!

Ég er gráti næst!  Það er dagljóst að ósk mín frá því fyrr í dag - að allir, lögreglumenn sem mótmælendur, kæmust heilir heim - verður ekki að veruleika.  Ég átti ekki aðeins við líkamleg meiðsl - heldur líka það að allir gætu verið stoltir af framkomu sinni og ánægðir með afrakstur dagsins.  Mótmælendum finnst þeir kannski ná góðum árangri þegar lögregla beitir piparúða og handtekur fólk - ég veit það ekki.  Trúi því samt að það sé ekki óskastaða nokkurs lögreglumanns að þurfa að standa keikur og leyfa fólki að kasta í sig skyri og eggjum.  Þetta er fólk að eiga við fólk!  Við megum aldrei gleyma því, mótmælendur eru fólk - grímuklætt eður ei,  og lögreglumenn eru fólk, fólk í einkennisbúningum - að sinna vinnunni sinni!

Ég veit ekki hvað ég á að segja meira, vísa í færsluna mína frá því fyrr í dag!  Ber enn þá von í brjósti að ekki fari verr - nógu illa er farið nú þegar!


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hvað ég er þér innilega sammála!

Vala Rut (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:30

2 identicon

Því miður segir reynslan (og hópsálfræðin) okkur að það virkar ekki þannig.

Um leið og lögreglumenn mæta gráir fyrir járnum með hjálma, skildi og vopn breytist jafnvægið í báðum hópum á þann veg að nær óumflýjanlegt er að eitthvert ofbeldi fari af stað.

Ef óeirðalögregla er send á staðinn er í raun búið að ákveða að valdi verði beitt.

Það má líka muna það að piparúði er samkvæmt þeim sem leyfðu hann fyrst (FBI 1991, 1993 sagði bandaríkjaher að ekki væri hægt að mæla með notkun úðans á mannfólk, síðan kom í ljós að sá sem var yfir því að leyfa efnið hjá FBI hafði þegið $56.500 í mútur. Piparúði er ekki leyfilegur í hernaði samkvæmt efnavopnasamþykktum sem Ísland er aðili að) ekki öryggis eða sjálfsvarnarvopn, heldur stjórntæki sitjandi stjórnvalda (greinin hét "An Appraisal of Technologies of Political Control” )

Þetta er sennilega allt óumflýjanlegt út af hroka sitjandi stjórnvalda sem svara öllum framíköllum með "ég segi EKKI af mér" (Árni Matthiesen í dag) og "við þurfum vinnufrið" eftir að ráðgjafar sem hafa unnið með þeim segja að það sé ekki öruggt hvað þarf að gera (það passa engin fjármála módel yfir það sem er í gangi) en það verði að taka afgerandi stefnu. Þessir fjármálaráðgjafar vilja meina að stjórnvöld séu að gera það eina sem er vitað að má ekki. Þ.e.a.s. ekki neitt. Vanhæft lið sem þorir ekki getur ekki og vill ekki, en vill sitja og fá fínu launin sín til að geta borgað fínu bílana sína meðan aðrir í landinu tapa öllu sínu.  

Tja, þar hefurðu smá skemmtilesningu.

ari (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband