Hvernig ætli þetta endi?

Hér sit ég langt utan þess skarkala sem nú skekur Austurvöll - ég er samt uggandi þegar ég skoða myndir af reiðum mótmælendum og óeirðarlögreglu.  Ég styð réttinn til mótmæla og ég styð lögreglu sem sinnir störfum sínum - en við höfum orðið vitni að því oftar en einu sinni á undangengnu ári hvernig múgæsing, á báða bóga, verður til þess að hlutirnir fara úr böndum.  Ég vona að lögreglan hafi lært af mótmælunum við Rauðavatn síðastliðið vor - horfandi á atburðina í sjónvarpi sá ég hvernig viðbúnaður egndi mótmælendur, sem þá gengu lengra - lögreglan brást við með meiri vígbúnaði og svo koll af kolli þar til upp úr sauð.

Ef ég sæti enn á skólabekk Háskóla Íslands hefði ég eflaust laumast niður á Austurvöll í dag, stæði eflaust einhvers staðar bakatil og fylgdist álengdar með.  Rannsóknir hafa reyndar sýnt að ólíklegasta fólk sogast inn í svona atburði og fremur jafnvel hroðalega verknaði í skjóli nafnleyndar múgsins - svo kannski væri ég komin upp að veggjum Alþingishússins.

Ég get ímyndað mér þær tilfinningar sem magnast nú í brjóstum mótmælenda - reiðin ólgar og spurt af hverju senda þurfi óeirðalögreglu á saklausa borgara.  Ég vona bara að þeir verði allir enn saklausir að þessu loknu.

Þeir sem ekki eru saklausir sitja innan veggja þinghússins - missekir þó.  Flestir þó sekir um að gera sér litla grein fyrir því hvaða áhrif þetta ástand, sem nú hefur varað mánuðum saman, hefur á fólkið í landinu.  Mesta ábyrgð ber sjálfstæðisflokkurinn - óumdeilanlega - framsókn tók síðan undir þær hugmyndir sjálfstæðisflokksins sem urðu til þess að hlutirnir fóru eins og þeir fóru!  Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin bera síðan sameiginlega ábyrgð á þessu klúðri sem við stöndum uppi með núna - það er, að ekki hafi verið betur leyst úr málum!

En að aðalatriðinu - ég vona að allir, mótmælendur og lögregla, komist heilir heim eftir daginn!


mbl.is Svæði við þinghúsið rýmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa eitthvað sem er laust við skítkast og almennan djöfulgang. Já sama segi ég, vona að allir komist heilir frá þessum degi. Mitt mat er einfaldlega það að stjórnvöld eigi að halda áfram sínu striki og koma okkur á réttan kjöl og SÍÐAN fara að draga fólk til saka og refsa....það verður gert, enginn þarf að hafa áhyggjur af því.

Össi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:58

2 identicon

Góður pistill

Magga (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"....það verður gert, enginn þarf að hafa áhyggjur af því."

Er nú ekki svo viss um það, það er verið á fullu við að hylja slóðir og tæta pappíra. Hver dagur sem alvöru rannsókn dregst skiptir gríðarlega miklu. Þeir sem eru tjónvaldar eiga aldrei! að stjórna rannsókn á sjálfum sér og tengdum.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.1.2009 kl. 16:13

4 identicon

Ég legg til að mótmælendur hafi á sér sundgleraugu til að verja sig.

Valsól (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:56

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Þetta hættir þegar ríkistjórninn segjir af sér ekki fyrr

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.1.2009 kl. 17:52

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vonandi þurfum við ekki að fara út í byltingu til að losna við aðgerðalausa ríkisstjórn. Auðvitað hætta þessi mótmæli þegar ríkisstjórnin loksins tekur pokann sinn. Nú er ástandið að komast á það stig að nefnast ólga sem oft er undanfari e-s verra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband