Og hvernig á að gera það?

Það er uppi skrýtin staða í íslenskum stjórnmálum - ríkisstjórn sem á bjarta framtíð að baki er að hverfa frá!  Hún lagði upp á björtum uppgangstímum - þar sem kannski var auðvelt að stjórna, enda allt í gúddí.  Það verður bæði skelfilegt og spennandi í senn að horfa á hverju fram vindur í íslenskum stjórnmálum á næstu dögum.

Mér finnst þessi hugmynd að Jóhanna Sigurðardóttir leiði ríkisstjórn nokkuð spennandi - ég er nú ung að árum en man samt eftir því þegar hún steig upp gegn þeim sem sátu í bankastjórastólum og gagnrýndi þá harkalega.  Hún hefur heldur ekkert legið á skoðunum sínum um seðlabankastjóra og þá stofnun almennt.  Hún hefur líka sýnt það með sínum verkum að hún er bæði skelegg og óhrædd við breytingar.  En hvort af þessu verður veit enginn - en þetta er vissulega áhugaverður kostur.  Hennar tími loksins komin!

Það yrði líka gaman að sjá Steingrím J. í ábyrgðarstöðu í ríkisstjórn - hann hefur verið óspar á gagnrýnina undanfarin ár og sérstaklega frá því bankarnir féllu í október.  Nú er komið að honum að sýna það að hann hafi eitthvað uppi í erminni sem virkar betur en það sem þegar hefur verið reynt.  Það verður líka mjög áhugavert að sjá hvernig fylgi flokksins reyðir af setjist flokkurinn í ríkisstjórn!

Það  er síðan að vissu leiti sterkur leikur hjá Framsóknarflokknum að vilja ekki setjast í ríkisstjórn á þessum tímapunkti - sumir gætu þó sagt að þeir væru að koma sér undan því að takast á við þau erfiðu verkefni sem framundan eru.  En auðvitað er það rétt að flokkurinn þarf að endurnýja umboð sitt til þess að sinna slíkum verkum - þar hafa orðið gífurlegar mannabreytingar og ljóst að fyrir kosningarnar í vor verða gerðar verulegar breytingar á því hverjir taka þar sæti á framboðslistum.

Ég er fylgismaður Samfylkinginarinnar en verð þó að segja að mér finnst nokkuð kosningafas á þeim þessa dagana - verið að horfa aðeins of langt fram á veginn!  Nú þegar ljóst er að kosningar eru í nánd er reynt að hífa upp vinsældirnar með því að ganga að kröfum þjóðarinnar - þingmenn, sem hafa verið hluti af stjórnarsamtarfinu allt frá falli bankanna, stíga nú fram og segja það nauðsynlegt að stjórnvöld hlusti á raddir þeirra sem mótmælt hafa stjórnvöldum í einar 16 vikur samfellt!

Læt þessar hugleiðingar mínar duga í bili - það verður virkilega áhugavert að sjá hvernig spilast úr framhaldinu!


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Jóhanna var nú ekki ein um að gagnrýna ofurlaun bankamanna ,það gerði líka Davíð Oddson með eftir mynnalegum hætti. Samfylkingin hefur látið skoðunarkannanir stjórna sér áberandi mikið, eins og Kolbrún Bergþórsdóttir bendir svo snilldarlega á í Mogganum í gær. Já gaman væri að fá Steingrím J. sem ráðherra vonandi bara ekki alltof dýrt fyrir þjóðina.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.1.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Líst vel á að fá Jóhönnu sem forsætisráðherra. Hún hefur verið ljósið í myrkrinu síðan í október.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband