Stoltur Íslendingur!

Í dag er ég stoltur Íslendingur - ég er svo stolt af öllu fólkinu sem sagđi nei viđ ofbeldi og skemmdarverkum!  Ég er sérstaklega stolt af ţeim sem tóku af skariđ í fyrri nótt og stilltu sér upp fyrir framan lögreglumenn til ađ skýla ţeim fyrir grjótkastinu.  Okkur finnst ţađ kannski sjálfsagt, en ţađ hefur krafist gífurlegs hugrekkis af hálfu ţessa hóps - ađ stíga út úr fjöldanum, ţar sem andrúmsloftiđ hefur eflaust veriđ rafmagnađ, ađ ţora ađ stíga fram gegn ofbeldisseggjum í ham og segja "hingađ og ekki lengra".

Appelsínugula hreyfingin er auđvitađ sprottin af ţessu - fólk vill mótmćla og finnst rétt ađ mótmćla, en ekki međ ofbeldi og skemmdarverkum!  Ég er líka ánćgđ međ viđbrögđ lögreglunnar, ađ minnka viđbúnađinn verulega og hverfa síđan nánast úr sjónmáli.  Hávađinn var engu ađ síđur mikill og fólk kom sínum skođunum á framfćri - ţessu er mikilvćgt ađ halda áfram, ađ sofna ekki á verđinum!

Ég fann ekki appelsínugulu slćđuna sem ég á einhversstađar inni í skáp, leita betur í dag, held ég hafi hana bara um hálsinn nćstu daga.  Ég hef ekki tök á ađ skunda til höfuđborgarinnar til ađ taka ţátt, svo ég stunda ţögul mótmćli heima í stofu Wink


mbl.is Friđsamleg mótmćli í nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband