25.1.2009 | 12:50
Gengið að kröfum þjóðarinnar!
Ég ætla að byrja á því að taka fram að ég var mikill stuðningsmaður Björgvins fyrir síðustu kosningar, gekk í Samfylkinguna og hvaðeina og hef nú tekið sæti í stjórn samfó á mínu svæði. EN það er alveg sama hver í hlut á þegar klúðrið verður svona gígantískt - fólk verður einfaldlega að stíga til hliðar. Mér finnst hann gera rétt í dag og hans síðasta verk er að skipta út í Fjármálaeftirlitinu - í dag gekk Björgvin að kröfum þjóðarinnar.
Nú vonar maður að dagurinn beri það í skauti sér að Seðlabankastjórn verði vikið frá, fagmaður verði fenginn í viðskiptaráðuneytið (utanþingsmaður), Árna Matt verði skipt út fyrir fagmann á sviði hans ráðuneytis og að Ingibjörg Sólrún tilkynni það að hún muni einnig víkja til hliðar - rétt eins og Geir!
Nú gefst einstakt tækifæri til að stokka upp í íslenskum stjórnmálum - fá inn nýtt og ferskt fólk, ungt fólk sem ekki tengist gömlum valdaklíkum! Ég vona að komandi prófkjör - vona að menn hafi vit á því að bjóða ekki upp á annað! - gefi þær niðurstöður að fólk hafi einhverja von til þess að hér verði breytingar.
Það verður spennandi að sjá hvað dagurinn ber í skauti sér
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.